Viðgerðaraðilar
Við bjóðum þér upp á sérhæfða viðgerðaþjónustu fyrir öll tækin sem seld eru í ELKO.
Tækin geta ýmist verið í ábyrgð eða fallin úr ábyrgð. Það er um að gera að kynna sér allt um ábyrgðir á heimasíðunni okkar til að sjá hvort tækið þitt gæti enn verið í ábyrgð.
Eins ef þú hefur keypt þér viðbótartryggingu með tækinu getur þú séð allt um viðbótatrygginguna á heimasíðunni okkar.
Ef þú átt ekki kaupnótu en skráðir á kennitölu geturðu sent tölvupóst á elko@elko.is, notað netspjallið eða sent skilaboð í gegnum Facebook með upplýsingum um vöru, kaupár (ef vitað) og kennitölu.
Til að stytta ferlið og flýta fyrir getum við boðið þér að heyra beint í viðgerðaraðilanum en ef þér hentar betur þá máttu að sjálfsögðu líka koma með vöruna til okkar á þjónustuborðið í næstu ELKO verslun.
Hvaða tæki þarfnast viðhalds?