Panta og sækja
FERLIÐ
- Þú skoðar vöruframboð í ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar hér á heimasíðunni. Ef þú ert með fyrirspurn um vöruframboð er hægt að senda fyrirspurn á flugstod@elko.is
- Þú setur það sem þú vilt panta í körfu
- Þegar þú hefur sett allt í körfu sem þú vilt panta getur þú skoðað körfu eða smellt á afgreiðslu til að halda áfram
- Ef þú velur að skoða körfu kemur upp 'Karfan þín' þar sem þú getur eytt út línum, breytt fjölda, eytt körfu eða haldið áfram að versla
- Ef þú vilt senda pöntun til ELKO smellir þú á
- Þú gefur upp flugnúmer, nafn og tölvupóstfang
- Smellir á greiðslu- og afhendingarmátar
- Pöntun er sótt í brottfaraverslun. Sjá opnunartíma hér.
- Greiðslumáti: eingöngu er hægt að greiða þegar vara er sótt upp í flugstöð
- Panta verður vörur með að lágmarki sólarhrings fyrirvara
- Ekki er mælt með því að panta vörur með meira en viku fyrirvara
PÖNTUNARNÚMER
- Mikilvægt er að hafa pöntunarnúmer þegar pöntun er sótt
- Þegar pöntun er staðfest er sendur staðfestingarpóstur á uppgefið tölvupóstfang
- Hægt er að prenta út staðfestingarpóst eða sýna starfsmanni tölvupóstinn í símanum þínum
- Ef það kemur upp að þú fékkst ekki pöntunarstaðfestingu, er hægt að senda okkur fyrirspurn á FLE@elko.is eða hringja í síma 425-0720
- Ath. ef vara sem þú pantaðir er ekki á pöntunarstaðfestingunni sem er á pokanum þínum þegar þú sækir hann þá hefur hún ekki verið til þegar pöntunin var tekin saman. Þú getur spurt starfsmann um hvort varan sé komin aftur í sölu þar sem ný sending gæti hafa komið í hús eftir að pöntun var tekin til.
ELKO viðbótartrygging
Tryggðu vöruna þína
ELKO býður upp á viðbótartryggingu fyrir vörur sem þú hefur valið.
Vara | Magn | Samtals | |
---|---|---|---|
|
X
|
|
|
Samtals |
Viðbótartrygging - Þín trygging ef óhapp verður
Viðbótartrygging
ELKO hefur hafið, í samstarfi við Moderna Försakringar AB, sölu á viðbótartryggingu á valdar vörur. Umsjónaraðili trygginganna hér á Íslandi er Tryggingamiðlun Íslands. Viðbótartrygging er trygging á nýja hluti umfram venjulega ábyrgðarskilmála. Viðbótartryggingin er tjónatrygging og bilanatrygging á tryggingatíma og gildir því einnig sem framlengdur ábyrgðatími. Tryggingin gildir um allan heim hefur gefið góða reynslu erlendis þar sem boðið hefur verið upp á hana um árabil.
- Trygging á nýja hluti
- Tjónatrygging og bilanatrygging
- Framlengdur ábyrgðartími
Tryggingin gildir fyrir óhöpp og bilanir sem að ekki falla undir ábyrgðarskilmála söluaðila en þó verður að sýna aðgætni. Ef að tækið hefur orðið fyrir tjóni og virkar ekki sem skyldi samkvæmt uppgefnum notkunarleiðbeiningum þá er haft samband við Tryggingarmiðlun Íslands í Síma 553-6688. Þetta á einnig við bilanir á tryggðu tæki ef að hefðbundin ábyrgð er útrunnin.