ELKO öryggi - 30 daga skilaréttur

ELKO öryggi

30 daga skilaréttur

ÞÚ GETUR SKILAÐ* VÖRUNNI INNAN 30 DAGA, VALIÐ ÞÉR NÝJA EÐA FENGIÐ ENDURGREITT.

 • GILDIR FYRIR ALLAR VÖRUR (nema undanskilda vöruflokka og tilvik)
  • Ábyrgðarskírteini eða kaupnóta er skilyrði
  • Ekki er skilyrði að varan sé ónotuð
  • Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi
  • Rekstrarvörur sem fylgdu vörunni þarf kaupandi að endurnýja fyrir vöruskil s.s. blekhylki, einnota rafhlöður, pappír o.s.frv.
  • Æskilegt er að varan sé í upprunalegum umbúðum
  • Algjört skilyrði er að allir aukahlutir séu með vörunni s.s. snúrur, leiðbeiningar, rekstrarvörur o.s.frv.
  • ELKO áskilur sér rétt til að prófa vöruna ef þörf krefur innan eðlilegra tímamarka
  • Endurgreiðsla getur lækkað ef breytingar verða til lækkunar á aðflutningsgjöldum, virðisaukaskatti eða öðrum álögum sem opinberir aðilar leggja á
 • AÐEINS ER TEKIÐ VIÐ VÖRUM Í ÓOPNUÐUM EÐA INNSIGLUÐUM UMBÚÐUM. GILDIR FYRIR EFTIRFARANDI VÖRUR:
  • Farsímar
  • Leikjatölvur (t.d. Playstation 3 og Playstation 4)
  • DVD myndir, Blu-ray, tölvuleikir, tónlist, hugbúnaður og annað efni sem varðar við höfundaréttarlög
  • Rekstrarvörur s.s. blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur o.s.frv.
  • Aðrar vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á 30 dögum
  • Vörur með gjafamiða þar sem engin kaupnóta eða skráð kaup eru fyrir hendi. Hér er eingöngu gefin inneign fyrir vöruskilum
 • EKKI ER TEKIÐ VIÐ:
  • Ekki er hægt að skila forsniðnum vörum t.d. ákveðin lengd af snúrum sem klipptar eru
   sérstaklega til fyrir viðskiptavin
  • Enginn skilaréttur er á framköllunarvörum úr Framköllunarþjónustu ELKO
 • Ef vara er keypt í ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
  • Kaupnóta eða ábyrgðarskírteini skilyrði
  • Tekið er við vöru á sömu upphæð og hún var keypt samkvæmt kaupnótu úr Leifsstöð 
  • Ef vara er einungis í boði í Fríhöfninni getur komið upp 1 virkur dagur í biðtíma vegna úrvinnslu
  • Við vöruskil er kaupanda heimilt að nota inneign upp í aðra vöru eða fá inneignarnótu
  • Umfram ofangreint gilda sömu reglur og um hefðbundinn 30 daga skilarétt

*Getur komið með vöruna á þjónustuborð í næstu ELKO verslun, ef þú pantar vöru í Vefverslun ELKO og vilt nýta 30 daga skilarétt getur þú notað endursendingarpóstmiða sem fylgir sendingu** og fyllt út blað sem fylgir. Sjá undanskilda vöruflokka hér fyrir ofan.
**Ef engin endursendingarmiði fylgir er hægt að hafa samband við Vefverslun ELKO í síma 575-8115 og fá upplýsingar. Ekki eru sendur miði með vörum sem eru í undanskildum vöruflokkum.

Auglýsingavernd

ELKO ÁBYRGIST AÐ EIGA AUGLÝSTAR VÖRUR Á MEÐAN AUGLÝSING ER Í GILDI

 • GILDIR FYRIR ALLAR VÖRUR
  • Ef vara er uppseld á gildistíma auglýsingar þá útvegar seljandi hana innan þriggja vikna eða sambærilega eða dýrari vöru á sama verði
  • Gildir ekki um vörur auglýstar í takmörkuðu magni
  • Vörur á vefsíðu ELKO teljast ekki til auglýstra vara
  • Gildir ekki um vörur á netverði

Verðvernd ELKO

Ef þú kaupir vöru í ELKO og við lækkum verðið innan 30 daga frá kaupum þá geturðu fengið mismunin endurgreiddan.

 • Gildir eingöngu um verð í verslunum ELKO
 • Ábyrgðarskírteini eða kaupnóta skilyrði (eða kaup skráð á kennitölu)
 • Mismunur undir 10.000 kr. er endurgreiddur í peningum
 • Mismunur yfir 10.000 kr. er endurgreiddur með millifærslu í banka, eða bakfærslu á kreditkort eða greiðsluláni þegar við á
 • Gildir ekki ef um er að ræða verðbreytingar vegna breytinga í aðflutningsgjöldum, virðisaukaskatti eða öðrum álögum sem opinberir aðilar leggja á
 • Skilyrði er að varan sé til í verslunum ELKO
 • 30 daga frestur miðast við dagsetningu upprunalegu kaupnótu
 • Verðvernd tekur ekki til vara í boði á tollfrjálsu svæði í verslun ELKO í Flugstöðinni

Viðbótatrygging

TRYGGIR ÞAÐ SEM AÐRIR TRYGGJA EKKI.

Í BOÐI FYRIR VALDAR VÖRUR

 • Engin sjálfsábyrgð
  • Ber engin afföll eða afskriftir vegna notkunar
  • Virkar sem framlengd ábyrgð þegar tryggingartími er lengri en ábyrgðartími
  • Trygging tekur gildi við kaup á vöru 
  • Tryggir gegn ófyrirséðum óhöppum og bilunum sem falla ekki undir ábyrgðarskilmála
  • Bætir öll tjón sem hafa áhrif á notkun tækisins
  • Aðeins er greitt eitt iðgjald fyrir allt tímabilið, engar mánaðargreiðslur
  • Viðbótatrygging fylgir tækinu ef tilkynnt eru eigendaskipti

Sjá nánar um viðbótatryggingu hér.