Fyrirtækjaþjónusta ELKO
ELKO býður upp á heildarlausnir fyrir þig og þitt fyrirtæki á ótrúlegu ELKO verði. Á fyrirtækjaþjónustunni höfum við sérsniðið ákveðnar lausnir sem hugsaðar eru fyrir minni sem og stærri fyrirtæki og þú sem viðskiptavinur hefur aðgang að persónulegri þjónustu og tilboðsgerð sem mætir þínum þörfum. Við finnum réttu lausnirnar hvort sem um er að ræða heimilistæki, tölvubúnað, skjá/sjónvarps lausnir og allt þar á milli.
Hvers vegna ætti fyrirtækið þitt að vera í viðskiptum við fyrirtækjaþjónustu ELKO?
- Persónuleg og fagleg þjónusta
- Lágt vöruverð
- Mikið vöruúrval
- Stærsti heimilis- og raftækjalager á Norðurlöndunum
Allt fyrir vinnustaðinn
Allar nánari upplýsingar veitir fyrirtækjaráðgjafi okkar Stefán Pétur Kristjánsson.
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá klukkan 09:00 til 16:00
Sími: 575-8250
Tölvupóstur: stefan@elko.is
Reikningsviðskipti ELKO
Ef ósk er um að fyrirtæki vilji komast í reikningsviðskipti við ELKO ehf skal forráðamaður fyrirtækisins fylla út þetta eyðublað og senda það í viðhengi til innheimta@elko.is. Með því að fylla út umsókn samþykkir umsækjandi um leið skilmála ELKO ehf. og að leitað verði upplýsinga um umsækjanda hjá Creditinfo. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Ef að umsókn um reikningsviðskipti ELKO er ekki samþykkt þá er engu að síður möguleiki á að versla og dreifa greiðslumátanum.
Stærri innkaup
Ekki hika við að hafa samband ef þú ert að versla mörg heimilis- og raftæki og við sendum þér tilboð í heildarpakkann. Mundu að senda okkur eins ítarlegar upplýsingar og mögulegt er og við verðum í sambandi við þig með tilboð.
Tökum þátt í útboðum fyrir:
- Verktaka
- Sveitarfélög
- Stofnanir
- Stærri og minni fyrirtæki
Endilega hafið samband við elko@elko.is
ELKO viðbótartrygging
Tryggðu vöruna þína
ELKO býður upp á viðbótartryggingu fyrir vörur sem þú hefur valið.
Vara | Magn | Samtals | |
---|---|---|---|
|
X
|
|
|
Samtals |
Viðbótartrygging - Þín trygging ef óhapp verður
Viðbótartrygging
ELKO hefur hafið, í samstarfi við Moderna Försakringar AB, sölu á viðbótartryggingu á valdar vörur. Umsjónaraðili trygginganna hér á Íslandi er Tryggingamiðlun Íslands. Viðbótartrygging er trygging á nýja hluti umfram venjulega ábyrgðarskilmála. Viðbótartryggingin er tjónatrygging og bilanatrygging á tryggingatíma og gildir því einnig sem framlengdur ábyrgðatími. Tryggingin gildir um allan heim hefur gefið góða reynslu erlendis þar sem boðið hefur verið upp á hana um árabil.
- Trygging á nýja hluti
- Tjónatrygging og bilanatrygging
- Framlengdur ábyrgðartími
Tryggingin gildir fyrir óhöpp og bilanir sem að ekki falla undir ábyrgðarskilmála söluaðila en þó verður að sýna aðgætni. Ef að tækið hefur orðið fyrir tjóni og virkar ekki sem skyldi samkvæmt uppgefnum notkunarleiðbeiningum þá er haft samband við Tryggingarmiðlun Íslands í Síma 553-6688. Þetta á einnig við bilanir á tryggðu tæki ef að hefðbundin ábyrgð er útrunnin.